Meiðslafréttir
Nú þegar landsleikjahlé er að baki er upplagt að kanna stöðuna á meiðslalistanum. Ef satt skal segja hefur listinn sá oft verið lengri.
Alisson Becker tognaði aftan í læri í Tyrklandi gegn Galatasaray í lok september. Hann er á batavegi en er ekki orðinn leikfær. Hann gæti verið tilbúinn til leiks eftir tvær vikur eða svo.

Ryan Gravenberch fór af velli í seinni leik Hollands í landsleikjahrotunni. Eftir því sem best er vitað var hann tekinn af velli meira til varúðar en hann væri meiddur. Hann á að vera til taks á morgun.
Wataru Endo fór ekki til móts við japanska landsliðið í landsleikjahléinu vegna meiðsla. Ekki er vitað hvort hann er ennþá meiddur.
Aðrir leikmenn aðalliðs Liverpool eru klárir í bátana á móti Manchester United á Anfield Road á morgun. Víst er að Liverpool þarf á öllum sínum bestu mönnum að halda fyrir þann leik svo og næstu leiki.
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Ánægður með markið! -
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá núverandi fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá fyrrum fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Mestu hrakfarir í marga áratugi! -
| Sf. Gutt
Lengi getur vont versnað! -
| Sf. Gutt
Væntumþykjan hverfur! -
| Sf. Gutt
Ný félagsmet!

