| Sf. Gutt

Frá áhorfendastæðunum inn í búningsklefann!



Trent Alexander-Arnold lék fyrst með aðalliði Liverpool á leiktíðinni 2016/17. Á keppnistímabilinu þar á undan var hann gjarnan meðal áhorfenda á Anfield Road eins og árin þar á undan! Þegar hann var enn yngri var hann stundum boltastrákur á leikjum Liverpool. Allt í einu var Trent svo kominn inn í búningsherbergi heimaliðsins á Anfield sem leikmaður uppáhaldsliðsins síns!


,,Keppnistímabilið áður en ég fór að spila með aðalliðinu var ég ennþá að fara á leiki eins og hver annar stuðningsmaður. Leikmenn aðalliðsins voru miklar fyrirmyndir fyrir mig. En þegar ég var allt í einu kominn í sama búningsherbergi og þeir þá varð maður að hætta að hugsa eins og stuðningsmaður."

,,Hendo aðstoðaði mig mikið hvað þetta varðaði. Hann hjálpaði mér á þann veg að ég mér fannst smá saman að ég ætti heima í búningsherberginu og gæti tekið þar til máls."

Ferill Trent Alexander-Arnold hefur verið farsæll hingað til. Fyrstu leiktíðina, 2016/17, lék hann 12 leiki en síðan hefur hann verið fastamaður. Hann hefur nú leikið 125 leiki með Liverpool og skorað sex mörk. Stoðsendingar hans skipta tugum!


Síðasta árið varð Trent Evrópumeistari, vann Stórbikar Evrópu og svo heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann er nú talinn einn efnilegasti bakvörður heims og hugsanlega myndi hann spjara sig vel á miðjunni. Honum virðast allir vegir færir!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan