| HI

Critchley hættur með 23 ára liðið

Neil Critchley, sem hefur þjálfað 23 ára liðið og stýrt aðalliðinu tvisvar, er hættur störfum og hefur tekið við starfi aðalþjálfara Blackpool, sem er í þriðju efstu deild.

Critchley hefur starfa hjá Liverpool frá árinu 2013, fyrst með 18 ára liðið en frá 2017 með 23 ára liðið. Vegna þétts leikjaprógramms hefur Critchley tvisvar stjórnað aðalliðsleik en í báðum tilvikum voru liðin eingöngu skipuð liðsmönnum 23 ára liðsins. Það var í tapi í deildarbikarnum á móti Aston Villa í desember og svo fræknum sigri á Shrewsbury í ensku bikarkeppninni í febrúar.

Alex Inglethorpe yfirmaður akademíunnar sagði í samtalivið heimasíðu Liverpool FC að tilfinningarnar væru blendnar. Það væri sárt að sjá á eftir Critchley sem hefði unnið frábært starf með liðið, en jafnframt sýndi þetta styrk þjálfara yngri liða deildarinnar. Hann er nefnilega langt í frá sá eini undanfarin ár sem hefur fengið starf sem aðalþjálfari eftir að hafa þjálfað yngra lið - það hafa Steven Gerrard, Michael Beale og Mike Marsh einnig gert.

„Blackpool vildi fá Neil vegna starfs hans hjá Liverpool og það sýnir öllum sem vinna í kerfinu okkar að ef maður leggur hart að sér og skynsamlega uppsker maður laun erfiðisins. Neil hefur allt til að vera sem nútíma þjálfari þar; leiðtogahæfileika, skynsemi, ástræðu og hungur í framfarir, bæði einstaklinganna og liðsins. Blackpool er heppið að fá hann og við óskum honum góðs gengis.“

Það gerum við á liverpool.is líka um leið og við þökkum honum fyrir vel unnin störf.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan