Hef saknað Meistaradeildarinnar

Alex Oxlade-Chamberlain lét heldur betur að sér kveða á móti Genk í Meistaradeildinni með því að skora tvö mörk í 1:4 sigri Liverpol. Hann segist hafa saknað Meistaradeilarinnar en leikurinn á móti Genk var hans fyrsti í keppninni frá því hann meiddist í Evrópuleik á móti Roma vorið 2018. Í kjölfarið var hann ár frá keppni.
,,Ég hef sannarlega saknað keppninnar. Það er gaman að vera kominn aftur til leiks. Það er magnað að taka þátt í þessari keppni sem alla dreymir um að keppa í þegar þeir eru að alast upp."

,,Það var skemmtilegt að vera aftur með eftir að sjá strákana standa sig svona vel í keppninni á síðustu leiktíð. Ég var svo lánsamur að fá sæti á bekknum á stóra deginum þegar úrslitaleikurinn fór fram og sjá strákana koma bikarum heim. Það var hvetjandi að sjá þetta allt gerast og mig langaði að komast aftur í keppnina."
Alex gerði gott betur en að spila fyrsta leik sinn í Meistaradeildinni frá því vorið 2018. Hann skoraði tvö mörk og seinna markið hans vakti mikla athygli enda glæsilegt.
,,Það var gaman að komast aftur í byrjunarliðið og reyna að hjálpa liðinu. Að skora mörk kryddaði þetta allt."
Það er gott að Alex skuli vera kominn aftur í gang. Vonandi nær hann aftur fyrri styrk. Þá munar um hann!
-
| Sf. Gutt
Kveðja frá Sadio Mané! -
| Sf. Gutt
Stóra Parísarmálið! -
| Grétar Magnússon
Fleiri lánssamningar -
| Grétar Magnússon
Mané til Bayern München -
| Sf. Gutt
Takumi Minamino á förum -
| Grétar Magnússon
Bradley til Bolton -
| Grétar Magnússon
Calvin Ramsay til Liverpool -
| Sf. Gutt
Jay Spearing kominn heim! -
| Grétar Magnússon
Tveir leikir í viðbót -
| Grétar Magnússon
Leikjadagskráin komin