| Sf. Gutt
Alisson Becker fékk Gullhanskann sem eru verðlaun fyrir að halda marki sínu oftast hreinu í Úrvalsdeildinni. Sérlega vel að verki staðið á fyrstu leiktíð sinni á Englandi.
Alisson lék alla 38 deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Hann fékk aðeins á sig 22 mörk og fékk enginn jafn fá mörk á sig í Úrvalsdeildinni. Hann hélt svo markinu hreinu í 21 leik sem var besti árangur markmanns í deildinni. Ederson Moraes markmaður Manchester City fékk einu marki meira á sig. Brasilíumenn í tveimur efstu sætunum!
Alisson Becker var svo efstur allra markmanna hvað varðaði að verja skot. Hann varði 77,5% af þeim skotum sem hann fékk á sig. Á síðasta keppnistímabili varði Simon Mignolet 59% skota og Loris Karius 56%.
Árangur Alisson er mjög athyglisverður í ljósi þess að hann er á sínu fyrsta keppnistímabili í ensku knattspyrnunni. Vissulega var vörn Liverpool frábær en samvinna hans og varnarmannanna var í hæsta gæðaflokki.
Alisson er annar markmaður Liverpool til að fá Gullhanskann eftir að farið var að veita verðlaunin á leiktíðinni 2004/05. Jose Reina gerði sér lítið fyrir og fékk Gullhanskann þrjár leiktíðir og röð. Fyrst 2005/06 og svo næstu tvö keppnistímabil á eftir. Hann hélt 20 sinnum hreinu á fyrstu leiktíð sinn, næst 19 sinnum og loks 18. Segja má Alisson hafi slegið félagsmet Jose í að halda hreinu með því að halda hreinu í 21 leik.
Metið á Petr Cech sem hélt 24 sinnum hreinu á leiktíðinni 2004/05. Petr og Joe Hart hafa oftast fengið Gullhanskann eða fjórum sinnum. Tékkinn þrívegis með Chelsea og einu sinni eftir að hann fór til Arsenal. Joe fékk öll sín verðlaun með Manchester City.
Sem fyrr segir á Petr metið, 24 skipti, á einni leikíð. Alisson Becker og Edwin van der Sar, fyrrum markmaður Manchester United deila nú öðru sæti með 21 skipti.
Það verður áhugavert að sjá hvernig Alisson gengur hjá Liverpool á næstu leiktíðum en sú fyrsta lofar sannarlega góðu. Brasilíumaðurinn hefði alla vega ekki getað byrjað mikið betur.
TIL BAKA
Alisson fékk Gullhanskann
Alisson Becker fékk Gullhanskann sem eru verðlaun fyrir að halda marki sínu oftast hreinu í Úrvalsdeildinni. Sérlega vel að verki staðið á fyrstu leiktíð sinni á Englandi.
Alisson lék alla 38 deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Hann fékk aðeins á sig 22 mörk og fékk enginn jafn fá mörk á sig í Úrvalsdeildinni. Hann hélt svo markinu hreinu í 21 leik sem var besti árangur markmanns í deildinni. Ederson Moraes markmaður Manchester City fékk einu marki meira á sig. Brasilíumenn í tveimur efstu sætunum!
Alisson Becker var svo efstur allra markmanna hvað varðaði að verja skot. Hann varði 77,5% af þeim skotum sem hann fékk á sig. Á síðasta keppnistímabili varði Simon Mignolet 59% skota og Loris Karius 56%.
Árangur Alisson er mjög athyglisverður í ljósi þess að hann er á sínu fyrsta keppnistímabili í ensku knattspyrnunni. Vissulega var vörn Liverpool frábær en samvinna hans og varnarmannanna var í hæsta gæðaflokki.
Alisson er annar markmaður Liverpool til að fá Gullhanskann eftir að farið var að veita verðlaunin á leiktíðinni 2004/05. Jose Reina gerði sér lítið fyrir og fékk Gullhanskann þrjár leiktíðir og röð. Fyrst 2005/06 og svo næstu tvö keppnistímabil á eftir. Hann hélt 20 sinnum hreinu á fyrstu leiktíð sinn, næst 19 sinnum og loks 18. Segja má Alisson hafi slegið félagsmet Jose í að halda hreinu með því að halda hreinu í 21 leik.
Metið á Petr Cech sem hélt 24 sinnum hreinu á leiktíðinni 2004/05. Petr og Joe Hart hafa oftast fengið Gullhanskann eða fjórum sinnum. Tékkinn þrívegis með Chelsea og einu sinni eftir að hann fór til Arsenal. Joe fékk öll sín verðlaun með Manchester City.
Það verður áhugavert að sjá hvernig Alisson gengur hjá Liverpool á næstu leiktíðum en sú fyrsta lofar sannarlega góðu. Brasilíumaðurinn hefði alla vega ekki getað byrjað mikið betur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan