| Sf. Gutt

Jafnt á útivelli gegn toppliðinu

Liverpool gerði í kvöld jafntefli við topplið Arsenal í London. Ekkert mark var skorað í leiknum. Liverpool hefur nú leikið tíu leiki í röð án taps.

Liverpool hafði engan hreinræktaðan framherja til taks þar sem Hugo Ekitike var ekki orðinn góður af meiðslum sínum. Florian Wirtz leiddi sóknina. 

Eftir rétt rúman stundarfjórðung tók Bukayo Saka, sem var mjög ógnandi framan af, góða rispu við endamörkin hægra megin, lék á tvo og gaf út í teiginn en málinu var bjargað. Um tíu mínútum seinna ógnaði Liverpool. Conor Bradley braust fram en varnarmaður komst inn í. Boltinn fór til markmanns Arsenal sem ekki náði að koma boltanum almennilega frá. Boltinn fór til Conor sem lyfti boltanum að markinu. Því miður fór boltinn í þverslána og heimamenn sluppu með skrekkinn. Arsenal voru sterkari í fyrri hálfleik en Liverpool barðst mjög vel og allir voru með á nótunum.

Liverpool var sterkari aðilinn eftir hlé en þó án þess að skapa sér opin færi. Kannski ekki undarlegt þegar enginn hreinræktaður sóknarmaður var í liðshópnum. Jeremie Frimpong átti góða spretti á hægri kantinum. Snemma í hálfleiknum hefði Florian getað fengið víti en ekkert var dæmt. Í viðbótartíma meiddist Conor og var borinn af velli. Hugsanlega eru meiðslin alvarleg. Gabriel Martinelli, varð sér til skammar þegar hann veittist að Conor þar sem hann lá eftir að hafa meiðst. Hann var bókaður en hefði vel hafa mátt fá rautt spjald. Ekkert mark í leiknum.

Liverpool lék mjög vel á heimavelli toppliðsins. Allir leikmenn liðsins lögðu sig alla fram og voru einbeittir allan tímann. Liverpool 

Maður leiksins: Conor Bradley. Norður Írinn spilaði eins og hans er von og vísa. Spilaði af krafti og komst næst því að skora. En eins og svo oft áður meiddist Conor. 

Áhorfendur á Emirates: 60.258.

Fróðleikur

- Þetta var tíundi leikur Liverpool án taps í öllum keppnum.

- Liverpool gerði jafntefli þriðja leikinn í röð. 

- Fyrir leikinn hafði Arsenal unnið sjö síðustu heimaleiki sína. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan