| Sf. Gutt

Dejan eitthvað fráDejan Lovren fór meiddur af velli eftir nokkrar mínútur á móti Wolves og verður eitthvað frá vegna meiðsla. Hann tognaði aftan í læri. Meiðslin munu þó ekki vera upp á það versta en það á eftir að koma betur í ljós.

Meiðslin Króatans koma á versta tíma því Joe Gomes og Joel Matip eru ennþá á meiðslalistanum. Virgil van Dijk er þar með eini miðvörður Liverpool, með einhverja reynslu, sem er tiltækur fyrir leikinn í Brighton á laugardaginn. Ekki er ólíklegt að Fabinho Tavarez komi inn í vörnina en hann spilaði vel sem miðvörður á móti Wolves. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan