| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Sturridge til WBA
Daniel Sturridge verður lánaður til WBA fram á vor. Þetta var staðfest nú í kvöld.
Það voru nokkuð mörg lið á höttunum eftir Sturridge og helst var talið að hann færi annaðhvort til Sevilla eða Inter, en um helgina kom Newcastle sterkt inn. Menn þar á bæ voru klárir með læknisskoðun í hádeginu í dag, en ekkert bólaði á Sturridge. Nú undir kvöld var svo staðfest að hann hefði ákveðið að ganga til liðs við WBA.
Sturridge er í raun kominn heim því hann er fæddur í Birmingham og spilaði með unglingaliðum Aston Villa og Coventry, að ekki sé minnst á Cadbury Athletic, áður en hann fór til Manchester City árið 2003. Fyrir þá sem ekki þekkja til er WBA eitt af fjölmörgum liðum í og við Birmingham, sem er jú næststærsta borg Englands og full af fótboltaliðum.
Sturridge sagði sjálfur í dag að hann væri ánægður með að vera kominn heim, hann hefði alltaf fílað sig vel í miðlöndunum og alltaf séð kunnugleg andlit á pöllunum.
Nú er bara að vona að hann sýni allar sínar bestu hliðar fyrir Alan Pardew það sem eftir lifir leiktíðar og tryggi sér sæti í HM hópi Englendinga.
Sú var tíðin að Liverpool gat alls ekki án Sturridge verið, en þrálát meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum og þar fyrir utan virðist hann ekki falla sérstaklega vel að leikstíl Klopp.
Hann er allavega orðinn ansi aftarlega í goggunarröðinni á Anfield og skiljanlegt að hann vilji leita á önnur mið til að freista þess að spila sig inn í HM hópinn.
Alan Pardew hefur greinilega tekist að sannfæra hann um að það geti hann gert hjá WBA.
Liverpool mun fá 2 milljónir punda fyrir að lána Sturridge og þar að auki borgar WBA laun hans út tímabilið, það er nánast önnur eins upphæð.
Það er vitanlega eftirsjá af þessum frábæra leikmanni, en gleymum því ekki að hann er bara að fara á láni. Kannski kemur hann endurnærður til baka. Hver veit?
Sturridge er skráður með 98 leiki fyrir Liverpool og 48 mörk. Það er alvöru tölfræði, sérstaklega hjá manni sem er meira og minna meiddur alla daga.
Við óskum Sturridge alls hins besta hjá WBA, vonandi á hann eftir að hrella sem mest af helstu keppinautum okkar.
YNWA!
Sturridge er í raun kominn heim því hann er fæddur í Birmingham og spilaði með unglingaliðum Aston Villa og Coventry, að ekki sé minnst á Cadbury Athletic, áður en hann fór til Manchester City árið 2003. Fyrir þá sem ekki þekkja til er WBA eitt af fjölmörgum liðum í og við Birmingham, sem er jú næststærsta borg Englands og full af fótboltaliðum.
Sturridge sagði sjálfur í dag að hann væri ánægður með að vera kominn heim, hann hefði alltaf fílað sig vel í miðlöndunum og alltaf séð kunnugleg andlit á pöllunum.
Nú er bara að vona að hann sýni allar sínar bestu hliðar fyrir Alan Pardew það sem eftir lifir leiktíðar og tryggi sér sæti í HM hópi Englendinga.
Sú var tíðin að Liverpool gat alls ekki án Sturridge verið, en þrálát meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum og þar fyrir utan virðist hann ekki falla sérstaklega vel að leikstíl Klopp.
Hann er allavega orðinn ansi aftarlega í goggunarröðinni á Anfield og skiljanlegt að hann vilji leita á önnur mið til að freista þess að spila sig inn í HM hópinn.
Alan Pardew hefur greinilega tekist að sannfæra hann um að það geti hann gert hjá WBA.
Liverpool mun fá 2 milljónir punda fyrir að lána Sturridge og þar að auki borgar WBA laun hans út tímabilið, það er nánast önnur eins upphæð.
Það er vitanlega eftirsjá af þessum frábæra leikmanni, en gleymum því ekki að hann er bara að fara á láni. Kannski kemur hann endurnærður til baka. Hver veit?
Sturridge er skráður með 98 leiki fyrir Liverpool og 48 mörk. Það er alvöru tölfræði, sérstaklega hjá manni sem er meira og minna meiddur alla daga.
Við óskum Sturridge alls hins besta hjá WBA, vonandi á hann eftir að hrella sem mest af helstu keppinautum okkar.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan