| Sf. Gutt

Roberto með 100 leiki!


Roberto Firmino náði þeim áfanga gegn Spartak Moskva að spila í 100. sinn fyrir Liverpool. Hann er búinn að standa sig vel frá því hann kom til Liverpool sumarið 2015.Liverpool keypti Roberto Firmino frá þýska liðinu Hoffenheim fyrir 29 milljónir sterlingspunda. Hann hafði vakið athygli í þýsku knattspyrnunni og Brendan Rodgers taldi hann passa vel inn í liðið sitt. Brenan fékk þó ekki langan tíma til að vinna með Roberto en hann mátti víkja úr starfi um haustið. 
Jürgen Klopp kunni vel á Roberto og það varð fljótlega ljóst að Roberto yrði lykilmaður hjá Þjóðverjanum. Það hefur líka sýnt sig. Hann hefur verið fastamaður í liðinu og verið drjúgur í að skora og leggja upp mörk. Á síðasta keppnistímabili skoraði hann 12 mörk sem var bæting um eitt frá fyrstu leiktíðinni. Hingað til hefur hann skorað 27 mörk fyrir Liverpool. Fyrir utan að skora og leggja upp mörk þá er Roberto óþreytandi inni á vellinum. Hann hefur mikið úthald og yfirferð hans er með fádæmum. Þessir eiginleikar hans gera það að verkum að hann er jafnan fastamaður hjá Jürgen.

Roberto hefur af og til verið valinn í brasilíska landsliðið síðustu misseri og hefur hann leikið 16 landsleiki. Hann hefur skorað fimm mörk fyrir Brasilíu. Við óskum Roberto Firmino til hamingju með 100. leikinn og vonum að hann haldi áfram að spila af sama krafti og hann hefur gert!TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan