| Sf. Gutt

Veisla fyrir Lucas Leiva


Í gærkvöldi var haldin veisla til heiðurs Lucas Leiva en brasilíumaðurinn hefur nú verið í áratug hjá Liverpool. Veislan var haldin á Anfield og þar voru saman komnir liðsfélagar Lucas auk nokkurra fyrrum félaga hans eins og Steven Gerrard og Jamie Carragher. Jürgen Klopp og þjálfaralið Liverpool heiðraði Lucas líka með nærveru sinni.


Lucas Leiva kom til Liverpool sumarið 2007 og lék sína fyrstu leiki leiktíðina 2007/08. Lucas hefur verið lang lengst hjá Liverpool af þeim leikmönnum sem nú eru hjá félaginu. Hann hefur oft verið orðaður við brottför frá Liverpool en hann er enn að og leikur mikilvægt hlutverk vegna reynslu sinnar. Hann hefur spilað vel þegar hann hefur fengið að leika aftarlega á miðjunni og hver veit nema hann verði eina leiktíð í viðbót. Það var nokkuð rætt um að Lucas ætti að fá ágóðaleik eins og þeir leikmenn sem hafa leikið áratug eða lengur hjá Liverpool hafa oft fengið. Kannski spilaði það inn í að Lucas hefur ekki alltaf verið fastamaður hjá Liverpool og hann hefur svo sem ekki leikið mjög marga leiki miðað við að hafa verið í áratug. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hvað það varðar. Lucas hefur heldur aldrei unnið titil á ferli sínum hjá Liverpool. Það var sem sagt ekki boðað til ágóðaleiks en Lucas fékk veglega veislu. 

Lucas Leiva hefur leikið 342 leiki með Liverpool og skorað sjö mörk. 

Hér eru
myndir úr veislunni af vefsíðu Daily Mail.

   
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan