Lucas Leiva

Fæðingardagur:
09. janúar 1987
Fæðingarstaður:
Dourados, Brasilía
Fyrri félög:
Gremio
Kaupverð:
£ 5000000
Byrjaði / keyptur:
05. nóvember 2007
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Duglegur miðjumaður sem var valinn besti leikmaður brasilísku 1. deildarinnar á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Hann er jafnframt yngsti leikmaðurinn sem hefur hlotið þessa nafnbót sem kappar eins og Zico, Falcao, Careca, Romario, Kaka og Tevez geta státað af.  

Lucas var keyptur til Liverpool fyrir tímabilið 2007-2008 fyrir fimm milljónir punda sem þykir ekki mikill peningur fyrir efnilegan leikmann sem hefur verið fyrirliði í unglingalandsliðum Brasilíu og leikið þrjá leiki fyrir A-landsliðið.

Frumraun sína fyrir Liverpool þeytti hann í forkeppni Meistaradeildarinnar þegar Liverpool mætti Toulouse í ágúst mánuði 2007. Hann lék yfir þrjátíu leiki fyrir Liverpool á sínu fyrsta tímabili í Úrvalsdeildinni og þótti hann í stöðugri bætingu. Fyrsta mark sitt skoraði hann með glæsilegu skoti gegn Havant&Waterlooville í FA Bikarnum það sama ár. Lucas hefur skorað fjögur mörk fyrir Liverpool, hann hefur skorað eitt mark í öllum keppnum sem hann hefur tekið þátt í með Liverpool.

Á síðustu leiktíð, 2008-2009, missti Lucas af fyrstu deildarleikjum Liverpool þegar hann var í bronsliði Brasilíu á Ólympíuleikunum í Kína. Hann lék 39 leiki fyrir Liverpool á tímabilinu þrátt fyrir erfiða baráttu um stöðu við Javier Mascherano og Xabi Alonso. Hápunktur hans var frammistaða hans í stórsigri Liverpool á Manchester United þegar liðin mættust á Old Trafford í mars mánuði árið 2009, þá leysti hann Xabi Alonso af hólmi sem var fjarverandi en það var ekki að sjá í leiknum að Lucas sé ekki jafnoki Alonso miðað við frammistöðu hans í þeim leik.

Tölfræðin fyrir Lucas Leiva

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2007/2008 18 - 0 4 - 1 3 - 0 7 - 0 0 - 0 32 - 1
2008/2009 24 - 1 2 - 0 2 - 1 10 - 1 0 - 0 38 - 3
2009/2010 35 - 0 2 - 0 0 - 0 13 - 1 0 - 0 50 - 1
2010/2011 33 - 0 1 - 0 1 - 0 12 - 1 0 - 0 47 - 1
2011/2012 12 - 0 0 - 0 3 - 0 0 - 0 0 - 0 15 - 0
2012/2013 26 - 0 1 - 0 0 - 0 4 - 0 0 - 0 31 - 0
2013/2014 27 - 0 1 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 29 - 0
2014/2015 20 - 0 3 - 0 5 - 0 4 - 0 0 - 0 32 - 0
2015/2016 27 - 0 1 - 0 5 - 0 7 - 0 0 - 0 40 - 0
2016/2017 24 - 0 3 - 1 4 - 0 0 - 0 0 - 0 31 - 1
Samtals 246 - 1 18 - 2 24 - 1 57 - 3 0 - 0 345 - 7

Fréttir, greinar og annað um Lucas Leiva

Fréttir

Skoða önnur tímabil