| Sf. Gutt
Síðustu vikuna eða svo hefur verið mikið rætt um að Lucas Leiva muni fara frá Liverpool áður en lokað verður fyrir félagaskipti. Tyrkneska liðið Besiktas vildi fá Lucas að láni en Liverpool hafnaði því. Einhver önnur félög munu líka hafa haft áhuga á Brasilíumanninum.
Lucas lék sinn fyrsta leik á leiktíðinni í gærkvöldi gegn Arsenal þegar hann kom inn í liðið vegna meiðsla. Hann stóð sig mjög vel. Þegar honum var skipt af velli sneri hann sér að stuðningsmönnum Liverpool og veifaði til þeirra. Þótti mörgum sem að hann væri að kveðja.
Eftir leikinn sagði Brendan Rodgers að ekki væri reiknað með öðru en að Lucas Leiva yrði áfram hjá Liverpool. Miðað við hvernig Lucas spilaði í gærkvöldi er ekki annað hægt en að vona að hann verði áfram. Fyrir utan að spila vel gegn Arsenal þá hefur hann verið manna lengst hjá Liverpool og er öðrum góð fyrirmynd innan vallar sem utan. Slíkt skiptir máli!
TIL BAKA
Fer Lucas eða ekki?

Lucas lék sinn fyrsta leik á leiktíðinni í gærkvöldi gegn Arsenal þegar hann kom inn í liðið vegna meiðsla. Hann stóð sig mjög vel. Þegar honum var skipt af velli sneri hann sér að stuðningsmönnum Liverpool og veifaði til þeirra. Þótti mörgum sem að hann væri að kveðja.
Eftir leikinn sagði Brendan Rodgers að ekki væri reiknað með öðru en að Lucas Leiva yrði áfram hjá Liverpool. Miðað við hvernig Lucas spilaði í gærkvöldi er ekki annað hægt en að vona að hann verði áfram. Fyrir utan að spila vel gegn Arsenal þá hefur hann verið manna lengst hjá Liverpool og er öðrum góð fyrirmynd innan vallar sem utan. Slíkt skiptir máli!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan