| Sf. Gutt

Af HM

Í kvöld lauk 16 liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Enginn af fulltrúum Liverpool kom við sögu í leikjunum átta. Tveir eru eftir í keppninni. Þetta voru úrslitin.

Brasilía : Síle. 1:1 Brasilía vann 3:2 í vítaspyrnukeppni.

Kólumbía : Úrúgvæ. 2:0. Sebastian Coates var á bekknum allan tímann og Luis Suarez var í leikbanni. Sebastian kom við sögu í einum leik á HM.

Frakkland : Nígería. 2:0. Mamadou Sakho var varamaður hjá Frökkum. Victor Moses, fyrrum lánsmaður, lék með Nígeríu.

Þýskaland : Alsír. 2:1.

Holland : Mexíkó. 2:1. Dirk Kuyt, fyrrum leikmaður Liverpool, lék sinn 100. landsleik. Hann hefur skorað 24 mörk fyrir Holland.

Kosta Ríka : Grikkland. 1:1. Kosta Ríka vann 5:3 í vítakeppni. 

Argentína : Sviss. 1:0.

Belgía : Bandaríkin. 2:1. Simon Mignolet var á bekknum hjá Belgum.

Átta liða úrslit fara fram á föstudag og laugardag. 

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan