Trent heldur á braut
Núna í morgun var tilkynnt að Trent Aexander-Arnold muni yfirgefa Liverpool þegar núgildandi samningur hans rennur út í seinna í sumar. Þetta hefur legið í loftinu síðustu mánuði. Brottför hans kemur því ekki í opna skjöldu.
Ferill Trent hjá Liverpool nær 20 ár aftur í tímann ef drengjaflokkur og unglingalið Liverpool eru talin með. Hann segist vilja breyta til og núna sé rétti tíminn til að láta verða af því. Ekki er annað hægt en að virða ákvörðun hans en verst er þó að félagið hans fær ekki eitt einasta sterlingspund. Víst er að hluti stuðningsmanna Liverpool mun ekki vera sáttur við að Trent fari án þess að félagið fái neitt í sinn hlut. En það tjáir ekki að fást um það. Hann veit og hefur alltaf vitað að hverju hann gengur í viðhorfi stuðningsmanna í þeim efnum!
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent