Jarðhræringar í Liverpool!
Jörð skalf í Liverpool borg síðdegis á sunnudaginn var og það oftar en einu sinni! Reyndar allt í allt fimm sinnum. Upptök jarðhræringanna var að finna á Anfield Road!
Vísindamenn við Liverpool háskóla settu, í samstarfi við opinbera vefsíðu Liverpool Footbal Club, upp jarðskjálftamæla í Aðalstúkunni, Main stand, fyrir leik Liverpool og Tottenham Hotspur. Stuðningsmenn Liverpool hreyfðu sannarlega við mælunum!
Í hvert einasta skipti sem Liverpool skoraði mældust jarðhræringar í Liverpool borg! Sem sagt fimm jarðskjálftar. Mesti skjálftinn mældist þegar Alexis Mac Allister kom Liverpool í 2:1 forystu með glæsilegu skoti utan vítateigs. Mælarnir mældu þá skjálfta upp á 1,74 á Richter kvarða! Kvarðinn skilgreinir 2,0 sem vægan jarðskjálfta.
Næst stærsti skjálftinn mældist 1,60 á Richter og átti sá sér stað þegar Mohamed Salah skoraði fjórða mark Liverpool. Fimmta markið, sem var sjálfsmark Destiny Udogie, mældist 1,35. Þriðja mark Liverpool, sem Cody Gakpo, skoraði var upp á 1,03. Mark Luis Díaz sem jafnaði leikinn mældist aðeins 0,64 á Richter. Líklega var ástæðan fyrir svo vægum jarðskjálfta í það skiptið sú að línuvörður dæmdi rangstöðu um leið og Luis skoraði. Markið var dæmt löglegt eftir skoðun í sjónvarpi.
Ben Edwards, prófessor við Liverpool háskóla, hafði meðal annars þetta að segja um jarðhræringarnar. ,,Þessi tilraun færði okkur einstakt tækifæri til að nota jarðskjálftamæla til að staðfesta hversu miklir kraftar leystust úr læðingi þegar Liverpool tryggði sér sögulegan titilsigur."
Stuðningsmenn Liverpool eru auðvitað alveg magnaðir! Þeir bestu! Það hefur lengi verið vitað. Matið er auðvitað ekki hlutlaust þegar stuðningsmaður skrifar. En nú hefur verið vísindalega sannað að orka okkar, Rauða hersins, mælist á Richter kvarða. Um það verður ekki deilt!
Hér má lesa meira um þennan jarðsögulega atburð.
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina