| Sf. Gutt
Liverpool, sem skartaði nýju gulu búningunum, hafði undirtökin allan leikinn og komst yfir á 8. mínútu þegar Iago Aspas skoraði eftir undirbúning þeirra Brad Smith og Jordon Ibe. Þó Liverpool hefði öll tök á leiknum reyndu Írarnir sitt besta og voru tvívegis nærri því að jafna. Fyrst varði Brad Jones vel á upphafskafla leiksins. Seint í hálfleiknum átti svo Ryan Brennan skalla í innanverða stöngina.
Fabio Borini, sem var magnaður hjá Sunderland í vetur, bætti við marki í upphafi síðari hálfleiks og aftur átti Jordan þátt í marki. Ítalinn átti svo ekki löngu síðar skot í stöng. Martin Kelly skoraði þriðja markið þegar hann skoraði af stuttu færi þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir. Það var svo ungliðinn Jack Dunn sem skoraði síðasta markið þegar hann smellti boltanum í markið úr vítateignum eftir sendingu frá Connor Randall. Fyrsta snerting Jack og vel gert hjá stráknum sem vakti mikla athygli með varaliðinu á leiktíðinni og var markakóngur liðsins. Góður endir hjá Liverpool og fjölmargir stuðningsmenn liðsins á Írlandi, sem fjölmenntu á leikinn, fóru kátir heim.
Liverpool: Jones, McLaughlin (Randall 62. mín.), Kelly, Paez (William 77. mín.), Smith, Lucas (Teixeira 45. mín.), Allen (Brannagan 45. mín. ), Coady, Ibe, Borini (Dunn 78. mín.) og Aspas (Peterson 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Lussey og Trickett-Smith.
Mörk Liverpool: Iago Aspas (8. mín.), Fabio Borini (49. mín.), Martin Kelly (74. mín.) og Jack Dunn (85. mín.).
Áhorfendur á Aviva leikvanginum: 42.517.
Maður leiksins: Jordan Ibe.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má horfa á mörkin í leiknum á vefsíðunni This is Anfield.
TIL BAKA
Stórsigur á Írlandi
Liverpool, sem skartaði nýju gulu búningunum, hafði undirtökin allan leikinn og komst yfir á 8. mínútu þegar Iago Aspas skoraði eftir undirbúning þeirra Brad Smith og Jordon Ibe. Þó Liverpool hefði öll tök á leiknum reyndu Írarnir sitt besta og voru tvívegis nærri því að jafna. Fyrst varði Brad Jones vel á upphafskafla leiksins. Seint í hálfleiknum átti svo Ryan Brennan skalla í innanverða stöngina.
Fabio Borini, sem var magnaður hjá Sunderland í vetur, bætti við marki í upphafi síðari hálfleiks og aftur átti Jordan þátt í marki. Ítalinn átti svo ekki löngu síðar skot í stöng. Martin Kelly skoraði þriðja markið þegar hann skoraði af stuttu færi þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir. Það var svo ungliðinn Jack Dunn sem skoraði síðasta markið þegar hann smellti boltanum í markið úr vítateignum eftir sendingu frá Connor Randall. Fyrsta snerting Jack og vel gert hjá stráknum sem vakti mikla athygli með varaliðinu á leiktíðinni og var markakóngur liðsins. Góður endir hjá Liverpool og fjölmargir stuðningsmenn liðsins á Írlandi, sem fjölmenntu á leikinn, fóru kátir heim.
Liverpool: Jones, McLaughlin (Randall 62. mín.), Kelly, Paez (William 77. mín.), Smith, Lucas (Teixeira 45. mín.), Allen (Brannagan 45. mín. ), Coady, Ibe, Borini (Dunn 78. mín.) og Aspas (Peterson 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Lussey og Trickett-Smith.
Mörk Liverpool: Iago Aspas (8. mín.), Fabio Borini (49. mín.), Martin Kelly (74. mín.) og Jack Dunn (85. mín.).
Áhorfendur á Aviva leikvanginum: 42.517.
Maður leiksins: Jordan Ibe.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má horfa á mörkin í leiknum á vefsíðunni This is Anfield.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan