| Grétar Magnússon

Lucas skrifar undir langtímasamning

Í dag bættist Lucas Leiva í þann ört stækkandi hóp leikmanna sem hafa skrifað undir langtímasamning við félagið.

Strax eftir undirskriftina sagði Lucas:  ,,Þetta er ekki fyrsti langtímasamningur sem ég hef skrifað undir hér - en tilfinningin er sú sama og þegar ég kom hingað fyrst."

,,Ég er hæstánægður með að hafa tækifæri á því að spila fyrir þetta félag.  Mér finnst ég eiga heima hér og hér vil ég vera, ég er því mjög ánægður og hlakka til þess að eyða hér nokkrum árum í viðbót."

,,Þetta var auðveld ákvörðun vegna þess að ég hef verið lengi hjá félaginu, ég vil því gefa mín bestu ár til félagsins.  Ég hlakka mikið til komandi ára og vonandi njótum við mikillar velgengni.

Lucas kom til félagsins frá brasilíska félaginu Gremio árið 2007.  Síðan þá hefur hann spilað 208 leiki fyrir félagið og skorað sex mörk.  Undanfarin ár hefur hann orðið einn vinsælasti leikmaður félagsins eftir erfiða byrjun.


Ian Ayre, sem er hér að ofan á mynd með Lucas sagði af þessu tilefni:  ,,Þetta er stórkostlegt.  Lucas hefur verið frábær þjónn fyrir þetta félag og þrátt fyrir tvenn erfið meiðsli lagði hann enn harðar að sér og félagið stóð þétt við bakið á honum í því ferli."

,,Hann verður bara betri og betri.  Við sögðum síðasta sumar og aftur í janúar að við viljum halda í okkar bestu og reynslumestu leikmenn, og þetta er eitt dæmið um það.  Stjórinn hefur sagt nokkrum sinnum að auk þess að hafa frábæran, ungan leikmannahóp þá sé mikilvægt að hafa reynslu líka sem og leikmenn með karakter.  Menn eins og Lucas falla undir þann flokk. Hann segist auðvitað vera mjög ungur en knattspyrnulega séð er hann reynslumikill og stór hluti af þessu liði."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan