| Sf. Gutt

Af Afríkukeppninni

Egyptaland er komið áfram í Afríkukeppninni. Í gær komust Egyptar áfram úr 16 liða úrslitum með því að vinna 3:1 sigur á Benín.

Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma en Egyptar skoruðu tvívegis í framlengingunni og unnu 3:1. Marwan Attia skoraði fyrsta mark Egypta. Yasser Ibrahim kom Egyptum yfir í framlengingunni og Mohamed Salah innsiglaði sigurinn. Þetta var þriðja mark Egypska kóngsins í keppninni. 

Egyptaland mætir Búrkínu Fasó eða Afríkumeisturum Fílabeinsstrandarinnar í átta liða úrslitum. Leikurinn fer fram á laugardaginn.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan