| Sf. Gutt
Brasilíumaðurinn Lucas Leiva verður fjarri góðu gamni á morgun þegar Liverpool mætir Norwich City. Hann tekur þá út leikbann sem hann fékk fyrir að hafa verið bókaður fimm sinnum á leiktíðinni. Lucas fékk gult spjald gegn Manchester United um síðustu helgi og það spjald kom honum í bann. Bannið er þó aðeins einn leikur.
Lucas, sem var fyrirliði Liverpool gegn Rangers á þriðjudagskvöldið, hefur spilað vel á leiktíðinni þó svo að ekki hafi hann náð sér á strik gegn Manchester United. Ekki er gott að segja hver leysir Lucas af á morgun.
Jordan Henderson kom inn á fyrir Brasilíumanninn gegn United og spilaði mjög vel enda í sinni bestu stöðu. Jay Spearing kemur líka til álita en við sjáum til með hvað Kenny Dalglish telur réttast í stöðunni.
TIL BAKA
Lucas Leiva í banni

Lucas, sem var fyrirliði Liverpool gegn Rangers á þriðjudagskvöldið, hefur spilað vel á leiktíðinni þó svo að ekki hafi hann náð sér á strik gegn Manchester United. Ekki er gott að segja hver leysir Lucas af á morgun.
Jordan Henderson kom inn á fyrir Brasilíumanninn gegn United og spilaði mjög vel enda í sinni bestu stöðu. Jay Spearing kemur líka til álita en við sjáum til með hvað Kenny Dalglish telur réttast í stöðunni.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins!
Fréttageymslan