| Sf. Gutt
Roy Hodgson var sýnilega brugðið eftir niðurlæginguna gegn Northampton Town í Deildarbikarnum í gærkvöldi. Hann bað alla að afsaka sig og liðið sitt á blaðamannafundi eftir niðurstöðun hræðilegu.
,,Það eina sem ég get gert er að óska Northampton til hamingju og biðja alla að afsaka okkur. Stuðningsmennirnir komu hingað til að sjá okkur vinna og ég bjóst líka við sigri okkar en það fór á annan veg."
,,Þessir leikmenn verða að axla ábyrgð. Ég tek á mig ábyrgð á því að hafa breytt liðinu mikið. Ég gerði það því ég hélt í sannleika sagt að þeir leikmenn sem ég sendi til leiks væru nógu góðir til að vinna þennan leik. Í ljós kom að þeir voru það ekki. Nú blasir við sú niðurstaða að ég hefði ekki átt að breyta liðinu svona mikið en við hefðum nú samt átt að vera nógu góðir til að ná hagstæðum úrslitum."
,,Ég held að stuðningsmennirnir horfi á þetta frá sama sjónarhorni og þeir eru jafn vonsviknir og ég. Ég get ekki sagt neitt sem getur látið þeim líða betur því þeir fara heim miður sín yfir því að við erum úr leik í Deildarbikarnum. Ekki bætir úr skák að við féllum úr leik fyrir liði sem er nokkrum deildum neðar en við. Ég vissi alltaf að þetta yrði erfitt starf og ekki hefur það byrjað vel. En svona er knattspyrnan."
Það er ekki að undra að Roy Hodgson biðjist vægðar eftir hneykslið í gærkvöldi. Liverpool var jú að leika á Anfield Road gegn liði úr fjórðu deild og féll úr leik. Verra gerist það ekki nema mótherjinn sé lið sem leikur utan deilda!!!
TIL BAKA
Afsakið!

,,Það eina sem ég get gert er að óska Northampton til hamingju og biðja alla að afsaka okkur. Stuðningsmennirnir komu hingað til að sjá okkur vinna og ég bjóst líka við sigri okkar en það fór á annan veg."
,,Þessir leikmenn verða að axla ábyrgð. Ég tek á mig ábyrgð á því að hafa breytt liðinu mikið. Ég gerði það því ég hélt í sannleika sagt að þeir leikmenn sem ég sendi til leiks væru nógu góðir til að vinna þennan leik. Í ljós kom að þeir voru það ekki. Nú blasir við sú niðurstaða að ég hefði ekki átt að breyta liðinu svona mikið en við hefðum nú samt átt að vera nógu góðir til að ná hagstæðum úrslitum."
,,Ég held að stuðningsmennirnir horfi á þetta frá sama sjónarhorni og þeir eru jafn vonsviknir og ég. Ég get ekki sagt neitt sem getur látið þeim líða betur því þeir fara heim miður sín yfir því að við erum úr leik í Deildarbikarnum. Ekki bætir úr skák að við féllum úr leik fyrir liði sem er nokkrum deildum neðar en við. Ég vissi alltaf að þetta yrði erfitt starf og ekki hefur það byrjað vel. En svona er knattspyrnan."
Það er ekki að undra að Roy Hodgson biðjist vægðar eftir hneykslið í gærkvöldi. Liverpool var jú að leika á Anfield Road gegn liði úr fjórðu deild og féll úr leik. Verra gerist það ekki nema mótherjinn sé lið sem leikur utan deilda!!!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar!
Fréttageymslan