| Sf. Gutt

Lucas ekki ánægður

Lucas Leiva var auðvitað ekki ánægður með að Liverpool náði aðeins einu stigi á Ewood Park á laugardaginn. Hann segir

"Við höfðum trú á sigri þegar við fórum þangað og við vissum að við gætum unnið. Við fengum nokkur færi í síðari hálfleik en það tókst ekki að skora og það var ergilegt því við ætluðum að vinna til að halda dampi. Þetta var erfiður leikur. Þeir fengu svo sem ekki nein opin færi og það jákvæða var að við héldum hreinu. Núna erum við líka búnir að spila sex leiki í röð án taps. En við viljum auðvitað vinna svona leiki og við verðum að vinna þá ef við ætlum að koma okkur upp í fjögur efstu sætin."

Næsti leikur Liverpool er við Fiorentina á miðvikudagskvöldið. Lucas segir að stefnt verði á sigur í þeim leik og hann vonast til að Alberto Aquilani komi við sögu í leiknum.

"Næst á dagskrá er leikur í Meistaradeildinni og við erum ákveðnir í að vinna og styrkja sjálfstraustið svolítið. Það er spennandi tilhugsun að Alberto eigi að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði. Hann á vonandi eftir að standa sig vel hjá okkur."

Lucas Leiva er búinn að standa sig vel í liði Liverpool á þessu keppnistímabili og hann er einn þriggja leikmanna sem hafa leikið alla deildarleikina það sem af er. En nú er að sjá hvort hann þurfi að víkja þegar og ef Alberto fer að spila eitthvað með aðalliðinu.












TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan