| Sf. Gutt
Steven Gerrard var á dögunum valinn Leikmaður ársins 2009 í vefkönnun á vegum Leikmannasamtaka atvinnuknattspyrnumanna á Englandi. Þetta kjör fór fyrst fram árið 2001 og var Steven þá fyrir valinu eins og nú.
Leikmannasamtökin standa líka fyrir vali á Leikmanni ársins meðal leikmanna og hlaut Ryan Giggs þá viðurkenningu í síðasta mánuði. Steven var einn af sex leikmönnum sem var tilnefndur í því vali.
Gordon Taylor er forstjóri Leikmannasamtaka atvinnukanttspyrnumanna. Hann hafði þetta að segja um Steven Gerrard. "Steven hefur alltaf verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér og ég var mjög ánægður með að hann skyldi vera tilnefndur sem Leikmaður ársins af leikmönnum. Ryan Giggs vann þau verðlaun verðskuldað en ég er jafn ánægður með að knattspyrnuáhugamenn um land allt hafa heiðrað Steven í þessu vali. Ég, eins og margir stuðningsmenn hans, ber mikla virðingu fyrir því hvernig hann haldur áfram að sinna sínum verkum. Hann er atvinnumaður eins og þeir gerast bestir og verðskuldaði að vinna þessa kosningu."
TIL BAKA
Steven Gerrard valinn Leikmaður ársins

Leikmannasamtökin standa líka fyrir vali á Leikmanni ársins meðal leikmanna og hlaut Ryan Giggs þá viðurkenningu í síðasta mánuði. Steven var einn af sex leikmönnum sem var tilnefndur í því vali.
Gordon Taylor er forstjóri Leikmannasamtaka atvinnukanttspyrnumanna. Hann hafði þetta að segja um Steven Gerrard. "Steven hefur alltaf verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér og ég var mjög ánægður með að hann skyldi vera tilnefndur sem Leikmaður ársins af leikmönnum. Ryan Giggs vann þau verðlaun verðskuldað en ég er jafn ánægður með að knattspyrnuáhugamenn um land allt hafa heiðrað Steven í þessu vali. Ég, eins og margir stuðningsmenn hans, ber mikla virðingu fyrir því hvernig hann haldur áfram að sinna sínum verkum. Hann er atvinnumaður eins og þeir gerast bestir og verðskuldaði að vinna þessa kosningu."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins! -
| Sf. Gutt
Ben Doak seldur -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst
Fréttageymslan