Hyypia býst við miklu af Dalla Valle
Sami Hyypia segir að stuðningsmenn Liverpool geti átt von á að fá að sjá hinn efnilega Lauri Dalla Valle koma nafni sínu á meðal marga frábærra leikmanna sem hafa leikið á Anfield.
Að fá slíkt hrós frá samlanda sínum og fyrirliða Finnska landsliðsins á eflaust eftir að kveikja undir hjá hinum 17 ára gamla framherja, Lauri Dalla Valle, sem hefur farið á kostum í unglingaliði Liverpool síðan hann gekk til liðs við Liverpool frá Finnska liðinu Jippo Joensuu árið 2007.
"Eitt af nöfnum framtíðarinnar er Lauri Dalla Valle. Það virðist sem svo að þessi ungi maður hefur hæfileikana, þolinmæðina og skuldbindinguna til að gera vel. Með mikilli vinnu og smá heppni þá tel ég hann geta gert frábæra hluti í framtíðinni." sagði Sami Hyypia.
"Ég sá fyrst nafnið hans í blaðagrein í 'Urheilulehti', Finnsku dagblaði, þar sem blaðamenn höfðu gert lista yfir efnilegustu leikmennina þar í landi. Hann hefur ekki hefðbundið Finnskt nafn og það gæti verið ein af þeim ástæðum af hverju þetta nafn sat fast í hausnum á mér, en það er ekki bara það því ég hef hlotið þann heiður að hitta hann.
Ég hitti hann og föður hans, og þeir gerðu sér báðir grein fyrir því hversu stór skipti þetta voru hjá honum og þá sérstaklega á þessum aldri. Þeim var það augljóst hversu mikil áskorun það er að fara úr Akademíunni og í aðalliðið hjá svona stóru félagi."
Þess má geta að faðir Lauri er ítalskur. Hann dvaldi um tíma með stráknum hjá AC Milan þar sem hann var til reynslu. Lauri líkaði ekki, þrátt fyrir tengslin við Ítalíu, dvölin hjá ítalska liðinu og endaði svo hjá Liverpool. Vonandi verður hann Rauða hernum happafengur. Lauri, sem hefur leikið með yngri landsliðum Finna, hefur vakið mikla athygli með unglingaliði Liverpool á þessari leiktíð og hefur skorað að meðaltali mark í leik.
-
| Sf. Gutt
Er endalaus saga að byrja? -
| Sf. Gutt
Nýir búningar kynntir! -
| Sf. Gutt
Höfðinglegar móttökur! -
| Sf. Gutt
Sigur í æfingaleik -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Komnir til Japan -
| Sf. Gutt
Luis Díaz er á förum -
| Sf. Gutt
Tap í æfingaleik -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Kemur Alexander Isak?