| Sf. Gutt

Sigur í æfingaleik

Liverpool vann seinni æfingaleikinn í Asíuferðinni. Leikurinn fór fram í Japan og mótherjinn var Yokohama. Liverpool lenti undir en sneri tapstöðu í sigur.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Asahi Uenaka kom gestgjöfunum yfir á 55. mínútu. Sjö mínútum seinna jafnaði Florian Wirtz. Tveir ungliðar tryggðu svo sigurinn. Trey Nyoni skoraði á 68. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok innsiglaði Rio Ngumoha sigurinn. Þeir Trey og Rio þóttu standa sig mjög vel. 

Hugo Ekitike lék sinn fyrsta leik með Liverpool. Hann spilaði fyrri hálfleikinn.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan