Höfðinglegar móttökur!
Wataru Endo kom inn á sem varamaður í leik Liverpool við Yokohama í gær. Hann fékk höfðinglegar móttökur, á 60. mínútu þegar hann kom til leiks, eins og vænta mátti. Japaninn er gríðarlega vinsæll í heimalandi sínu.
Wataru skipti við Virgil van Dijk og Hollendingurinn lét Japanann fá fyrirliðabandið við skiptinguna. Áhorfendur hylltu landa sinn innilega þegar hann kom inn á völlinn. Wataru hafði meðal annars þetta að segja eftir leikinn.
,,Fyrir mig var þetta ótrúleg stund því ég var að koma heim til Japans sem leikmaður Liverpool. Mér þótti mjög vænt um þessa stund. Ég er mjög þakklátur framkvæmdastjóranum mínum og Virg fyrir það sem þeir gerðu. Þetta var mjög fallega gert hjá þeim. Ég hugsa að Japönunum hafi langað til að ég myndi vera fyrirliði. Fjölskyldan mín kom á leikinn og ég held að hún hafi verið mjög spennt fyrir því að sjá leikinn í dag."
Þegar Wataru var að alast upp var Yokohama F. Marinos uppáhalds liðið hans. Hann fór til reynslu til liðsins en var ekki talinn nógu góður og fékk ekki samning. Núna er hann Englandsmeistari og fyrirliði japanska landsliðsins!
,,Núna kom ég aftur hingað sem leikmaður Liverpool. Þetta var alveg eins og í draumi."
Sannarlega mögnuð og eftirminnileg stund fyrir Wataru.
-
| Sf. Gutt
Er endalaus saga að byrja? -
| Sf. Gutt
Nýir búningar kynntir! -
| Sf. Gutt
Sigur í æfingaleik -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Komnir til Japan -
| Sf. Gutt
Luis Díaz er á förum -
| Sf. Gutt
Tap í æfingaleik -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Kemur Alexander Isak? -
| Sf. Gutt
Hugo Ekitike semur við Liverpool