| Sf. Gutt

Nýir búningar kynntir!

Í morgun voru tveir nýir búningar Liverpool kynntir. Um er að ræða rauða aðalbúninginn og varabúninginn. Óvanalegt er að tveir búningar séu kynntir í einu en nú er svo. Liverpool leikur nú á nýjan leik í búningum frá Adidas.

Rauði aðalbúningurinn er hefðbundinn. Rauður með hvítum Adidas röndum. Kraginn er hvítur og eins er hvítt framan á ermum. Tvær hvítar línur eru framan á búningnum. Stuttbuxur og sokkar eru í rauðum lit með hvítum röndum.

 

Búningurinn minnir allmikið á búninginn sem Liverpool spilaði í á leiktíðtinni 2006/07. Steven Gerrard sést í þeim búningi hér að ofan.

Varabúningurinn er hvítur. Adidas rendurnar eru svartar. Kragi og ermar eru svartar og rauðar. Stuttbuxurnar eru svartar og sokkarnir hvítir. Frá handarkrikanum og fram á ermar er breð rauð rönd. Liverpool fuglinn er innrammaður í skjöld.  

Þessi búningur minnir talsvert á varabúning Liverpool frá keppnistímabilinu 2010/11. Dirk Kuyt sést hér að ofan í búningnum. 

Reyndar var markmannsbúningurinn líka kynntur í morgun. Hann er grænn með svörtum Adidas röndum. 

Hér er hægt að skoða búningana. Eins er hægt að skoða æfingabúninga og annan varning. Slóð á vefverslun Liverpool fylgir. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan