Er endalaus saga að byrja?
Oft á sumrin verða til endalausar sögur í sambandi við félagaskipti leikmanna. Ein svoleiðis saga, tengd Liverpool, virðist í uppsiglingu.
En svo kom annað hljóð í strokkinn. Alexander sýndi áhuga á að fara og líkur eru á að hann vilji helst fara til Liverpool. Hann varð eftir heima þegar Newcastle fór í æfingaferð til Asíu. Nú upp á síðkastið hefur hann æft með gamla liðinu sínu Real Sociedad á Spáni. Hann mun reyndar vera kominn aftur til Englands.
Eins og fyrr segir var Alexander Isak orðaður við Liverpool fyrr í sumar. En eftir að Liverpool keypti Hugo Ekitike í síðasta mánuði var talið að Liverpool hefði keypt hann af því Alexander var ekki í boði. En nú virðist hann allt í einu vera í boði.
Nú um helgina mun Liverpool hafa boðið 120 milljónir sterlingspunda í Alexander. Forráðamenn Newcastle United höfnuðu tilboðinu. Sumir fjölmiðlar telja að hærra tilboði verði tekið af Newcastle. Hafa 20 milljónir í viðbót hafa verið nefndar sem upphæð sem myndi duga.
Nú er að sjá hvað úr verður. Kannski er endalaus saga að byrja?
-
| Sf. Gutt
Nýir búningar kynntir! -
| Sf. Gutt
Höfðinglegar móttökur! -
| Sf. Gutt
Sigur í æfingaleik -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Komnir til Japan -
| Sf. Gutt
Luis Díaz er á förum -
| Sf. Gutt
Tap í æfingaleik -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Kemur Alexander Isak? -
| Sf. Gutt
Hugo Ekitike semur við Liverpool