| Sf. Gutt
Það kemur í ljós hvort Luis Díaz verður í leikmannahópi Liverpool fyrir leikinn við Luton Town á sunnudaginn. Faðir hans er enn ófundinn eftir að honum var rænt síðasta laugardag. Móðir hans kom fljótlega fram en óvissan vegna föður hans er auðvitað þrúgandi fyrir Luis og fjölskylduna hans.
Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi í morgun að það komi bara í ljós hvort Luis verður með á sunnudaginn. Kólumbíumaðurinn æfði í gær og fyrradag og allt hefur gengið vel í þeim efnum. Jürgen bætti við að Luis væri auðvitað svefnlítill en að öðru liði honum vel með félögum sínum á æfingum. Hann bætti við að Luis hefði lokaorðið um hvort hann treysti sér til að fara í leikinn. Allt er sem sagt opið í því.
Það kemur svo í ljós á sunnudaginn hvort Luis Díaz verður í leikmannahópnum. Hann hefur verið fjarverandi í síðustu tveimur leikjum. Svo er bara að bíða og vona að góðar fréttir komi sem fyrst frá Kólumbíu.
TIL BAKA
Kemur allt í ljós
![](/Myndasafn/T%C3%ADmabil%202023-2024/Diaz/L.Diaz.jpg)
Það kemur í ljós hvort Luis Díaz verður í leikmannahópi Liverpool fyrir leikinn við Luton Town á sunnudaginn. Faðir hans er enn ófundinn eftir að honum var rænt síðasta laugardag. Móðir hans kom fljótlega fram en óvissan vegna föður hans er auðvitað þrúgandi fyrir Luis og fjölskylduna hans.
Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi í morgun að það komi bara í ljós hvort Luis verður með á sunnudaginn. Kólumbíumaðurinn æfði í gær og fyrradag og allt hefur gengið vel í þeim efnum. Jürgen bætti við að Luis væri auðvitað svefnlítill en að öðru liði honum vel með félögum sínum á æfingum. Hann bætti við að Luis hefði lokaorðið um hvort hann treysti sér til að fara í leikinn. Allt er sem sagt opið í því.
Það kemur svo í ljós á sunnudaginn hvort Luis Díaz verður í leikmannahópnum. Hann hefur verið fjarverandi í síðustu tveimur leikjum. Svo er bara að bíða og vona að góðar fréttir komi sem fyrst frá Kólumbíu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan