Curtis Jones

Fæðingardagur:
30. janúar 2001
Fæðingarstaður:
Liverpool
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2016

Curtis Jones er efnilegur miðjumaður með góða sendingargetu og hæfileikann til að koma sér fram völlinn til að skora mörk.

Hann er fæddur í Liverpool og er því Scouser eins og innfæddir eru yfirleitt kallaðir. Hann hefur verið hjá félaginu frá unga aldri, hóf ferilinn með U-9 ára liðinu, spilaði sinn fyrsta leik fyrir U-18 ára liðið þegar hann var enn gjaldgengur í U-16 ára liðið og hefur spilað að mestu með U-18 síðan tímabilið 2016-17.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir U-23 ára liðið í janúar 2018 og skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning þann 1. febrúar 2018.

Jones æfði reglulega á Melwood undir lok tímabilsins 2017-18 og var m.a. á varamannabekknum þegar Liverpool mætti Everton á Goodison Park.

Tímabilið 2017-18 skoraði hann 18 mörk fyrir U-18 og U-19 ára lið félagsins. Hann var svo hluti af æfingahóp félagsins á undirbúningstímabilinu sumarið 2018 og tók þátt í næstum öllum leikjum liðsins þetta ágæta sumar.

Tölfræðin fyrir Curtis Jones

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2017/2018 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2018/2019 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0
2019/2020 6 - 1 4 - 2 2 - 0 0 - 0 0 - 0 12 - 3
2020/2021 24 - 1 2 - 0 2 - 2 5 - 1 1 - 0 34 - 4
2021/2022 15 - 1 4 - 0 4 - 0 4 - 0 0 - 0 27 - 1
2022/2023 18 - 3 2 - 0 0 - 0 2 - 0 1 - 0 23 - 3
2023/2024 23 - 1 2 - 1 5 - 3 6 - 0 0 - 0 36 - 5
Samtals 86 - 7 15 - 3 13 - 5 17 - 1 2 - 0 133 - 16

Fréttir, greinar og annað um Curtis Jones

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil