Ekki annað í boði en að taka ábyrgð!

Þeim Darwin Núnez og Curtis Jones brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni á móti Paris SG. Svo fór að Paris vann vítakeppnina 4:1 og fór áfram í keppninni. Curtis segir ekki annað í boði en að taka ábyrgð þegar vítaspyrnukeppni er annars vegar.
,,Ég er þannig að ég stíg alltaf fram og reyni að hjálpa liðinu. Þessu fylgir ákveðinn áhætta á því að manni geti mistekist. Í gærkvöldi varð það þannig. Ég get lifað með því að hafa mistekist. En ég get ekki lifað með því að víkja mér undan ábyrgð!"
Vel orðað hjá Curtis Jones. Hann er sannur liðsmaður!

Þess má geta að Curtis hafði, fyrir leikinn við Paris, þrisvar tekið víti í vítaspyrnukeppni fyrir Liverpool. Hann hafði skorað úr öllum þremur spyrnunum.
-
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum

