| Sf. Gutt

Fallegasta markið í FA bikarnum!


Liverpool hefur ekki gert garðinn frægan í FA bikarnum síðustu árin. En eftir síðustu leiktíð fékk leikmaður Liverpool verðlaun fyrir fallegasta markið í keppninni keppnistímabilið 2019/20!

Um er að ræða markið sem Curtis Jones skoraði á móti Everton 5. janúar. Markið var sigurmark Liverpool í 1:0 sigri. Svona var markinu lýst í leikskýrslu á Liverpool.is.

,,Mínútu síðar léku Divock og Curtis Jones saman við vinstra vítateigshornið. Curtis sendi inn í vítateiginn á Divock sem gaf til baka á Curtis. Unglingurinn lagði boltann boltann fyrir sig og þrumaði honum svo með fallegu bogaskoti upp í vinkilinn fjær. Boltinn small í þverslánni og þeyttist þaðan inn í markið. Draumamark og allt sprakk af fögnuði hjá stuðningsmönnum Liverpool! Mark ársins og jafnvel keppnistímabilsins. Ótrúlegt augnablik sem mun aldrei gleymast þeim sem til sáu!"

Hér er leikskýrslan í heild sinni. 

Hér er þýðing á viðtali sem tekið var við Curtis eftir leikinn.  

Nú er að vona að það sé farið að styttast í að FA bikarinn vinnist á nýjan leik. Það er alltof langt frá því Liverpool vann þessa merku keppni síðast eða 2006. Curtis verður bara kannski í næsta sigurliði Liverpool í keppninni!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan