| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jones verður lengur frá
Curtis Jones missti af síðustu tveimur leikjum liðsins fyrir landsleikjahlé vegna meiðsla á auga en búist var við því að hann myndi jafna sig í hléinu. Nú hefur annað komið á daginn.
Meiðslin voru kannski frekar slysaleg en svona hlutir geta auðvitað gerst á æfingum. Nú hefur einn af læknum félagsins, Jim Moxon staðfest að Jones verður frá í einhverjar vikur í viðbót.
,,Þetta eru ótrúleg meiðsli og virkilega óheppileg. En það sem er mikilvægast í þessu er að enginn varanlegur skaði varð á auganu og sjónin hans verður ekki verri þegar hann hefur náð bata."
,,Hinsvegar þýðir þetta það að við þurfum að fara mjög varlega. Þetta þarf tíma til að lagast og við getum ekki flýtt batanum á neinn hátt. Jones getur ekki byrjað að æfa eins og vant er fyrr en fullum bata er náð en hann getur auðvitað haldið sér í formi á meðan."
,,Það er ekki hægt að segja til um hvenær hann nákvæmlega verður klár en við tökum enga áhættu og þolinmæði er dyggð þegar kemur að því að bíða eftir að augað lagist."
Meiðslin voru kannski frekar slysaleg en svona hlutir geta auðvitað gerst á æfingum. Nú hefur einn af læknum félagsins, Jim Moxon staðfest að Jones verður frá í einhverjar vikur í viðbót.
,,Þetta eru ótrúleg meiðsli og virkilega óheppileg. En það sem er mikilvægast í þessu er að enginn varanlegur skaði varð á auganu og sjónin hans verður ekki verri þegar hann hefur náð bata."
,,Hinsvegar þýðir þetta það að við þurfum að fara mjög varlega. Þetta þarf tíma til að lagast og við getum ekki flýtt batanum á neinn hátt. Jones getur ekki byrjað að æfa eins og vant er fyrr en fullum bata er náð en hann getur auðvitað haldið sér í formi á meðan."
,,Það er ekki hægt að segja til um hvenær hann nákvæmlega verður klár en við tökum enga áhættu og þolinmæði er dyggð þegar kemur að því að bíða eftir að augað lagist."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan