| Sf. Gutt

Hef alltaf haft trú á mér!



Curtis Jones hefur staðið sig frábærlega í síðustu leikjum. Það voru margir búnir að afskrifa hann en nú er hann kannski að sýna hvað í honum býr. Hann er búinn að vera mjög óheppinn með meiðsli síðustu tvö árin eða svo. Curtis segist samt aldrei hafa misst trú á sjálfan sig.  

,,Hvað sjálfstraust varðar hef ég alltaf verið eins. Ég hef alltaf haft trú á sjálfum mér! En þetta hefur verið erfiður tími. Ég hef verið meiddur og þar fram eftir götunum. Ég hef því ekki náð að spila marga leiki í röð. En ég kom inn í liðið á móti Chelsea og hef haldið sæti mínu síðan. Það hefur verið mjög gaman en um leið verð ég að halda mér á jörðinni. Ég veit hvað ég þarf að gera og ég er að gera það."


Curtis kom Liverpool á sporið á móti Leicester City með því að skora tvö mörk með nokkurra mínútna millibili. Hér lýsir hann mörkunum.

,,Fyrra markið kom eftir frábæra fyrirgjöf frá Mo. Ég hef áður gert í að koma með seinni skipunum á fjærstöngina. Aftur skoraði ég með vinstri. Seinna markið kom þegar ég tók við boltanum og skaut um leið. Venjulega tek ég við boltanum og sný mér við en ég hélt að varnarmaðurinn væri viðbúinn því. Þess vegna tók ég bara eina snertingu og skaut svo strax. Ég hafði lánið með mér og boltinn fór beinustu leið í markið."


Curtis Jones hefur sannarlega blómstrað í síðustu leikjum. Hann er lengi búinn að vera einn allra efnilegasti leikmaður Liverpool. Kannski er hann núna og uppfylla þær væntingar sem hafa verið gerðar til hans. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan