Stephen Darby

Fæðingardagur:
06. ágúst 1988
Fæðingarstaður:
Liverpool, England
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2006
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Darby var fyrirliði hins sigursæla unglingaliðs Liverpool sem vann unglingabikarinn árið 2006. Hann er sókndjarfur hægri bakvörður sem var færður frá Akademíunni til Melwood sumarið 2006.

Darby var gerður að fyrirliða varaliðsins á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig vel þrátt fyrir fremur dapurt gengi liðsins á tímabilinu. Frammistöður hans á síðustu árum með unglinga- og varaliði Liverpool gáfu honum tækifæri á að taka þátt í undirbúningstímabili Liverpool fyrir núliðna leiktíð og lék hann nokkra æfingaleiki með góðum árangri.

Hann spilaði tvö leiki á síðustu leiktíð en frumraun hans var í Deildarbikarnum þegar hann kom inn á sem varamaður í tapleik gegn Tottenham. Hann lék svo aftur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar hann kom inn á sem varamaður gegn PSV.

Miklar vonir eru bundnar við Darby innan raða félagsins og aðeins mun tíminn leiða í ljós hvort að hann eigi eftir að eiga glæsta framtíð hjá félaginu. Í júlí 2009 skrifaði hann undir nýjan samning sem mun halda honum hjá liðinu til ársins 2012.

Tölfræðin fyrir Stephen Darby

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2006/2007 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2008/2009 0 - 0 0 - 0 1 - 0 1 - 0 0 - 0 2 - 0
2009/2010 1 - 0 1 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 3 - 0
2010/2011 0 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 1 - 0
Samtals 1 - 0 1 - 0 1 - 0 3 - 0 0 - 0 6 - 0

Fréttir, greinar og annað um Stephen Darby

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil