| Sf. Gutt

Stephen kom Swindon til Wembley

Stephen Darby kom lánsfélagi sínu Swindon Town til Wembley núna í vikunni. Swindon lék við Charlton Athletic í undanúrslitum í umspili um sæti í næst efstu deild. Eftir tvo leiki voru liðin jöfn 3:3 og þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni á heimavelli Charlton. Swindon vann hana 5:4 og skoraði Stephen úrslitamarkið. Vel af sér vikið hjá piltinum sem hefur staðið sig vel á lánstímanum.

Spili Stephen úrslitaleikinn gegn Millwall verður hann fyrstur leikmanna Liverpool til að spila á nýja Wembley með félagsliði. Hann hefur leikið fimm leiki með aðalliði Liverpool.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan