| Sf. Gutt
Swansea réði lögum og lofum gegn Bradford, sem leikur í fjórðu deild, frá upphafi til enda og hefði getað unnið enn stærri sigur. Nathan Dyer og Michu skoruðu í fyrri hálfleik. Nathan bætti sínu öðru marki við í upphafi síðari hálfleiks og það var svo Jonathan de Guzman sem skoraði tvö síðustu mörkin, það fyrra úr víti. Þegar það var dæmt var Matt Duke markmaður Bradford rekinn af velli og liðið einum færri eftir það.
Stephen Darby var hægri bakvörður í dag líkt og venjulega. Hann átti erfitt uppdráttar líkt og félagar hans en þeir geta verið stoltir af því að hafa komist í úrslitaleikinn eftir að hafa slegið þrjú líð úr efstu deild úr leik á leiðinni. Swansea vann á hinn bóginn sinn fyrsta stórtitil og taka við af Liverpool sem Deildarbikarmeistarar. Það var kannski táknrænt í haust að Swansea skyldi slá Liverpool út úr keppnini þegar þeir unnu 1:3 á Anfield.
Knattspyrnan er óútreiknanleg en fyrir rúmum áratug var Swansea að berjast í bökkum í fjórðu deild en þá var Bradford í þeirri efstu! Þess má að lokum geta að lið frá Wales hefur ekki áður unnið Deildarbikarinn en Cardiff City vann F.A. bikarinn 1927.
TIL BAKA
Stephen og félagar fengu skell
Swansea réði lögum og lofum gegn Bradford, sem leikur í fjórðu deild, frá upphafi til enda og hefði getað unnið enn stærri sigur. Nathan Dyer og Michu skoruðu í fyrri hálfleik. Nathan bætti sínu öðru marki við í upphafi síðari hálfleiks og það var svo Jonathan de Guzman sem skoraði tvö síðustu mörkin, það fyrra úr víti. Þegar það var dæmt var Matt Duke markmaður Bradford rekinn af velli og liðið einum færri eftir það.
Stephen Darby var hægri bakvörður í dag líkt og venjulega. Hann átti erfitt uppdráttar líkt og félagar hans en þeir geta verið stoltir af því að hafa komist í úrslitaleikinn eftir að hafa slegið þrjú líð úr efstu deild úr leik á leiðinni. Swansea vann á hinn bóginn sinn fyrsta stórtitil og taka við af Liverpool sem Deildarbikarmeistarar. Það var kannski táknrænt í haust að Swansea skyldi slá Liverpool út úr keppnini þegar þeir unnu 1:3 á Anfield.
Knattspyrnan er óútreiknanleg en fyrir rúmum áratug var Swansea að berjast í bökkum í fjórðu deild en þá var Bradford í þeirri efstu! Þess má að lokum geta að lið frá Wales hefur ekki áður unnið Deildarbikarinn en Cardiff City vann F.A. bikarinn 1927.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan