| Ólafur Haukur Tómasson
Hinn efnilegi bakvörður Stephen Darby hefur samkvæmt fjölmiðlum á Englandi hafið viðræður við Liverpool um framlengingu á samningi hans hjá félaginu.
Stephen er mikils metinn hjá þjálfarateymi Liverpool og er hann fyrirliði varaliðs félagsins. Hann var fyrirliði unglingaliðsins sem vann Ungliðabikarinn árið 2006 en hann lék einnig stórt hlutverk í sigri liðsins í sömu keppni tímabilið eftir.
Stephen, sem er uppalinn hjá Liverpool, hefur komið tvisvar inn á sem varamaður á tímabilinu, í sigurleik á PSV í Meistaradeild Evrópu og í tapleik gegn Tottenham í Deildarbikarnum.
Stephen Darby þótti standa sig með sóma í þessum leikjum og er hann einn af yngri leikmönnum liðsins sem eru nálægt því að brjóta sér leið í aðallið félagsins.
Rafael Benítez er sagður vera mikil aðdáandi hans og vonast hann til þess að framlengja framtíð hans hjá félaginu sem fyrst. Rafael er á fullu núna að framlengja samninga við nokkra leikmenn liðsins og þar á meðal eru þeir Steven Gerrard, Fernando Torres, Dirk Kuyt, Daniel Agger og Jay Spearing.
TIL BAKA
Darby að fá framlengdan samning

Stephen er mikils metinn hjá þjálfarateymi Liverpool og er hann fyrirliði varaliðs félagsins. Hann var fyrirliði unglingaliðsins sem vann Ungliðabikarinn árið 2006 en hann lék einnig stórt hlutverk í sigri liðsins í sömu keppni tímabilið eftir.
Stephen, sem er uppalinn hjá Liverpool, hefur komið tvisvar inn á sem varamaður á tímabilinu, í sigurleik á PSV í Meistaradeild Evrópu og í tapleik gegn Tottenham í Deildarbikarnum.
Stephen Darby þótti standa sig með sóma í þessum leikjum og er hann einn af yngri leikmönnum liðsins sem eru nálægt því að brjóta sér leið í aðallið félagsins.
Rafael Benítez er sagður vera mikil aðdáandi hans og vonast hann til þess að framlengja framtíð hans hjá félaginu sem fyrst. Rafael er á fullu núna að framlengja samninga við nokkra leikmenn liðsins og þar á meðal eru þeir Steven Gerrard, Fernando Torres, Dirk Kuyt, Daniel Agger og Jay Spearing.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fjölmargir ungliðar valdir í landslið -
| Sf. Gutt
Mohamed orðinn markahæstur í Evrópukeppnum! -
| Sf. Gutt
Mark númer 100 hjá Roberto Firmino! -
| Sf. Gutt
John Toshack var hætt kominn! -
| Sf. Gutt
Enn og aftur hættur við að hætta! -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Tap í Madríd -
| Sf. Gutt
Tíu valdir í landslið -
| Sf. Gutt
Verðum að enda leiktíðina af krafti!
Fréttageymslan