| Sf. Gutt

Stephen Darby lánaður

Liverpool hefur lánað varnarmanninn efnilega Stephen Darby. Mörgum hefði kannski fundist að hann hefði átt að fá tækifæri í aðalliðinu en þess í stað hefur hann verið sendur í lán. 

Stephen mun spila með Swindon Town út þetta keppnistímabil. Swindon er í þriðju deild séu atvinnumannadeildirnar taldar. 

Stephen hefur spilað fimm leiki með aðalliði Liverpool og þykir efni í góðan bakvörð. Margir vildu sjá hann fá fleiri tækifæri með aðalliðinu en nú hefur verið ákveðið að lána hann svo að hann geti aflað sér meiri reynslu. Glen Johnson er farinn að spila aftur eftir meiðsli og líklega hefur það spilað inn í að ákveðið var að lána Stephen. TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan