Í mörg horn að líta
Það var í mörg horn að líta hjá hinum unga og efnilega Stephen Darby núna í vikunni. Hann var í fyrsta sinn valinn í aðalliðshóp Liverpool og fór með honum til Istanbúl. Hann fékk sæti á varamannabekk Liverpool í leiknum gegn Galatasaray en kom ekki við sögu. Liðsmenn Liverpool sneru heim til Englands á miðvikudaginn og Stephen þurfti að vera snar í snúningum því hann átti að spila með unglingaliðinu í Unglingabikarkeppninni þá um kvöldið. Hann þótti standa sig mjög vel þegar Liverpool hóf vörn sína á Unglingabikarnum með 2:1 útisigri á W.B.A.
Steve Heighway, þjálfari unglingaliðsins, hældi Stephen mjög eftir leikinn við W.B.A. "Stephen kom ekki frá Istanbúl fyrr en síðdegis á miðvikudaginn eftir að hafa verið þar með aðalliðinu. Það var frábært að fá hann til að spila með okkur í Unglingabikarkeppninni eftir að hann var búinn að ferðast 3.000 mílur. Stephen hefur alveg magnaðan persónuleika"
Stephen var fyrirliði ungligaliðsins á síðustu leiktíð þegar það vann Unglingabikarkeppnina. Stephen þykir efnilegur varnarmaður og sumir telja að hann geti átt framtíð fyrir sér í atvinnuknattspyrnu en það er annað mál hvort það verður hjá Liverpool. Hann hefur að minnsta kosti stigið mikilvægt skref með því að vera valinn í aðalliðshópinn í fyrsta sinn.
-
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning -
| Sf. Gutt
Við verðum að stefna mjög hátt! -
| Sf. Gutt
Alltaf gaman að skora -
| Sf. Gutt
Aftur endurkomusigur á útivelli! -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp kominn með 300 deildarleiki