| Sf. Gutt
Stephen Darby varð um helgina fyrsti leikmaður Liverpool til að spila á hinum nýja Wembley. Hann spilaði því miður ekki þar með Liverpool heldur Swindon Town þegar liðið mætti Millwall í úrslitaleik um last sæti í næst efstu deild. Millwall hafði betur á Wembley og vann 1:0. Stephen kom inn á sem varamaður í leiknum þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Hann heldur nú aftur heim til Liverpool þar sem hann er uppalinn.

Stephen var lánaður til Swindon eftir áramótin og þótti standa sig vel með liðinu. Hann skoraði til að mynda markið sem kom Swindon á Wembley í vítaspyrnukeppni gegn Charlton. Stephen var áður, en hann fór í lán, búinn að spila þrjá leiki með aðalliði Liverpool. Nú er að sjá hvort Stephen fær tækifæri með aðalliði Liverpool á næstu leiktíð og vonandi verður hann nógu góður til að spila á Wembley með Liverpool og vinna!
TIL BAKA
Stephen Darby fyrstur á Wembley
Stephen Darby varð um helgina fyrsti leikmaður Liverpool til að spila á hinum nýja Wembley. Hann spilaði því miður ekki þar með Liverpool heldur Swindon Town þegar liðið mætti Millwall í úrslitaleik um last sæti í næst efstu deild. Millwall hafði betur á Wembley og vann 1:0. Stephen kom inn á sem varamaður í leiknum þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Hann heldur nú aftur heim til Liverpool þar sem hann er uppalinn.

Stephen var lánaður til Swindon eftir áramótin og þótti standa sig vel með liðinu. Hann skoraði til að mynda markið sem kom Swindon á Wembley í vítaspyrnukeppni gegn Charlton. Stephen var áður, en hann fór í lán, búinn að spila þrjá leiki með aðalliði Liverpool. Nú er að sjá hvort Stephen fær tækifæri með aðalliði Liverpool á næstu leiktíð og vonandi verður hann nógu góður til að spila á Wembley með Liverpool og vinna!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan