Crouch vonast eftir sæti í byrjunarliðinu
Peter Crouch vonast til þess að vera valinn í byrjunarliðið gegn AC Milan á morgun og geta þar með bætt við þau sjö mörk sem hann hefur skorað í Meistaradeildinni í vetur.
Aðeins Kaka hefur skorað fleiri mörk en Crouch í Meistaradeildinni í vetur en Crouch veit að fjöldi marka í Meistaradeildinni skiptir ekki máli þegar Rafa Benítez velur þá leikmenn sem eru í byrjunarliðinu.
,,Ég vil halda að ég byrji leikinn," sagði Crouch. ,,Frammistaða mín í Evrópu hefur verið góð og mér finnst ég geta haft eitthvað fram að færa gegn Milan."
,,Ég er leikmaður sem er ólíkur þeim leikmönnum sem leika á Ítalíu og ég hef staðið mig vel í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Ef ég get haldið áfram að spila svona þá er ég viss um að ég mun valda þeim vandræðum. Ég hef verið svo heppinn að spila í flestum leikjum Meistaradeildarinnar í vetur og hef verið ánægður með spilamennsku mína."
,,Vonandi er það nóg til þess að komast í byrjunarliðið. Ég myndi verða mjög svekktur ef ég yrði ekki valinn í byrjunarliðið. Það er hinsvegar alfarið ákvörðun stjórans. Hann velur ávallt það lið sem honum finnst henta hverju sinni og hann mun velja það lið sem hentar best gegn þeim ógnum sem stafar af Milan."
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!