Boudewijn Zenden er meiddur
Boudewijn Zenden gæti misst af úrslitaleiknum í Meistaradeildinni. Hann meiddist á ökkla á æfingu og það er alls óvíst að hann verði búinn að ná sér fyrir miðvikudaginn. Rafael Benítez hafði þetta að segja í dag.
"Bolo meiddist á ökkla á æfingu í gær. Hann er búinn að vera í meðferð hjá lækninum. Góðu fréttirnar eru þær að hann er ekki mjög bólginn. Við sjáum stöðuna betur eftir frekari skoðanir í dag. Það er erfitt að segja til um hvort hann verður orðinn leikfær fyrir úrslitaleikinn en ég útiloka það ekki enn. Hann er sterkur og ákveðinn og gæti verið fljótur að ná sér. Ég vona að hann verði í lagi."
Þetta er töluvert áfall því Hollendingurinn er einn besti valkosturinn sem Rafael Benítez hefur vinstra megin á miðjunni. Aðrir sem geta leyst þessa stöðu, og eru örvfættir, eru þeir Mark Gonzales og Harry Kewell. Hvorugur hefði líklega byrjað leikinn því Mark hefur ekki leikið vel síðustu vikurnar og Harry er ekki í nógu góðri leikæfingu til að spila heilan leik. Eins væri hægt að láta John Arne Riise spila á kantinum en þá þyrfti að láta einhvern réttfættan spila stöðu vinstri bakvarðar. Við sjáum þó hvað setur.
-
| Sf. Gutt
Algjörlega augljóst! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Mark númer 100 hjá Roberto Firmino! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fjölmargir ungliðar valdir í landslið -
| Sf. Gutt
John Toshack var hætt kominn! -
| Sf. Gutt
Enn og aftur hættur við að hætta! -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum