Ótrúlegt afrek!
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að samstaða leikmanna Liverpool hafi komið liðinu í úrslitaleikinn um Evrópubikarinn. Hann telur það ótrúlegt afrek hjá Liverpool að komast í úrslit Evrópubikarsins í annað sinn á þremur árum.
"Fyrsta skiptið var einstakt en það er ótrúlegt afrek að hafa náð þessum árangri aftur eftir að hafa verið marki undir gegn frábæru liði eins og Chelsea. Þetta er ótrúlegt en við náðum þessu saman. Andrúmloftið á vellinum hjálpaði til svo og leikaðferð framkvæmdastjórans. Allt gekk upp. Við fórum svo út á völlinn og stóðum saman."
Jose Mourinho sagði fyrir leikinn að Liverpool væri lítið félag. Steven sagði að þau orð hefðu ekki verið sanngjörn.
"Mér fannst hann sýna okkur svolitla vanvirðingu með því að kalla okkur litið félag. En það er ekki slæmt fyrir lítið félag að komast í tvo úrslitaleiki á þremur árum!"
-
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp