| Grétar Magnússon

Stuðningsmennirnir lykill að sigri

Leikmenn fagna eftir sigur á Chelsea árið 2005Rafael Benítez telur að Chelsea hafi ekki nýtt besta tækifæri sitt til að klára dæmið á heimavelli og slá Liverpool útúr Meistaradeildinni.  Liverpool byrjaði fyrri leikinn illa og Chelsea hefðu getað nýtt sér það betur.

Benítez gat hvílt nokkra lykilmenn í leiknum gegn Portsmouth um helgina en Jose Mourinho þurfti að nota bæði Didier Drogba og Andriy Shevchenko í sitthvorum hálfleiknum gegn Bolton.  Auk þess meiddist Ricardo Carvalho og hann verður ekki með á morgun, þriðjudag.

,,Jákvæði hluturinn fyrir mér er sá að við spiluðum illa en töpuðum aðeins með einu marki á Stamford Bridge." Sagði Benítez.

,,Heimavöllur Chelsea er mjög sterkur, þeir vinna marga leiki þar og fá ekki mörg mörk á sig.  Að tapa aðeins 1-0 og spila illa er jákvætt og ef við bætum okkur aðeins í seinni leiknum þá náum við kannski takmarki okkar."

,,Við vorum með áætlun í fyrri leiknum en gátum ekki spilað á okkar styrk vegna margra mismunandi ástæðna en við munum reyna að gera sömu hlutina aftur.  Að spila á háu tempói og sækja á þá með stuðningsmenn okkar á bakvið okkur.  Við verðum að reyna að gera ekki mistök vegna þess að við viljum halda markinu hreinu."

,,Ef við spilum okkar leik vel þá getum við unnið þá."

Benítez telur að kapphlaupið um titilinn hafi haft áhrif á leikmenn Chelsea nú um helgina.  Leikmenn Chelsea þurfa einnig að láta stuðningsmenn Liverpool ekki hafa áhrif á sig en það er ekki ólíklegt að mikil læti verði á Anfield annað kvöld því mikil áhersla er lögð á það að endurskapa andrúmsloftið sem skapaðist árið 2005.

Benítez var spurður að því hvort hann ætlaði að láta leikmenn sína taka eitthvað fastar á Didier Drogba en hann olli nokkrum vandræðum í vörninni í fyrri leiknum.  Benítez svaraði spurningunni á þessa leið:  ,,Við munum nota tvo leikmenn til að stoppa hann og annar leikmaðurinn eru stuðningsmenn okkar."

,,Stuðningsmennirnir eru lykilleikmaður fyrir okkur.  Þegar þeir heyra í stuðningsmönnunum, þá hlaupa leikmennirnir hraðar.  Ég hef mikla trú á stuðningnum."

,,Við þurfum bara að einbeita okkur að því að hafa stjórn á okkur sjálfum og gera rétta hluti í leiknum.  Stuðningsmennirnir voru lykilleikmaður fyrir okkur fyrir tveim árum síðan.  Leikmennirnir lögðu hart að sér inná vellinum en það voru stuðningsmennirnir sem létu menn hlaupa og hlaupa.  Ég veit ekki hvort það hafi haft áhrif á leikmenn Chelsea en þeir fundu svo sannarlega fyrir kraftinum."

,,Ég vil sjá Chelsea setta undir pressu frá byrjun.  Ég veit að stuðningsmennirnir munu setja pressu á Chelsea en munu um leið sýna þeim virðingu því stuðningsmennirnir eru frábærir.  Þeir eru bestir í heimi."

,,Þess vegna finnst mér betra að spila seinni leikinn á heimavelli, sérstaklega þegar heimavöllurinn er Anfield," bætti Benítez við.

Engin frekari meiðslavandræði hafa komið upp eftir fyrri leikinn.  Steven Gerrard, Jamie Carragher, Jose Reina, Peter Crouch og Javier Mascherano fóru ekki með suður til Portsmouth og Dirk Kuyt var ónotaður varamaður.  Benítez er einnig vongóður um að Steve Finnan verði búinn að ná sér í tæka tíð en hann á við hálsmeiðsli að stríða sem ollu því að hann gat ekki tekið þátt í fyrri leiknum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan