| Sf. Gutt

Merkilegt mark hjá Peter Crouch

Peter Crouch skoraði sigurmark Liverpool þegar liðið lagði PSV Eindhoven 1:0 á Anfield Road á dögunum og gulltryggði sæti sitt í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Markið var sögulegt í keppninni. Talnaglöggir menn segja markið nefnilega það fjögurþúsundasta sem skorað hefur verið frá því Evrópukeppni meistaraliða fékk nafnið Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni 1992/93!

Peter Crouch hefur raðað inn mörkum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Alls hefur hann skorað sjö mörk í keppninni og það er aðeins Brasilíumaðurinn Kaka sem hefur skorað jafn mörg mörk. Strangt til tekið þá telst Kaka markahæstur í keppninni en Peter skoraði eitt marka sinna í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Markahæsti leikmaður Liverpool í Meistaradeildinni frá því keppnin var sett á stofn er Steven Gerrard. Hann hefur skorað fimmtán mörk í keppninni. Eru þá talin mörk í forkeppni og aðalkeppni.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan