Peter Crouch líklega með gegn Arsenal
Rafa Benítez býst við því að Peter Crouch verði tilbúinn í slaginn gegn Arsenal um næstu helgi. Crouch gekkst undir nefaðgerð fyrir skemmstu og hefur jafnað sig hratt og vel.
Talið var að Crouch myndi ekki geta spilað aftur fyrr en í fyrsta lagi gegn PSV í fyrri leik 8-liða úrslita Meistaradeildarinnar en bati hans eftir aðgerðina hefur verið mun hraðari en búist var við í fyrstu.
Benítez hafði þetta að segja um sóknarmanninn: ,,Hann er farinn að æfa með bolta en við pössum uppá að hann sé ekki að lenda í neinum líkamlegum snertingum því það er alltaf hætta á því að hann fái á sig högg."
,,Ég held að hann verði í lagi í næstu viku, en við verðum að sjá hversu hratt nef hans grær. Við búumst ekki við því að þetta verði vandamál."
Meiðsli Crouch komu í raun ekki á slæmum tíma því nú er landsleikjahlé og þar sem hann var ekki valinn í landsliðið vegna meiðslanna nær hann að hvílast og jafna sig almennilega. Hann ætti því að vera vel undirbúinn undir lokaátökin á þessu keppnistímabili og ekki veitir af.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!