Sigur númer 50 í sjónmáli
Takist Liverpool að vinna Fulham á laugardaginn verður það fimmtugasti sigurleikur liðsins undir stjórn Rafael Benitez í deildinni. Slær hann þar ekki ómerkari mönnum við en Sir Alex Ferguson, Arsene Wenger og Bob Paisley.
Sigrar Liverpool í ensku Úrvalsdeildinni undir stjórn Benitez eru 49 í 92 leikjum. Það tók Arsene Wenger 94 leiki að ná 50 sigurleikjum með Arsenal en Ferguson þurfti 116 leiki til að ná sama árangri með Man Utd.
Aðeins Bill Shankly, sem náði 50 sigrum í 90 leikjum í gömlu annari deildinni, og Kenny Dalglish, sem náði þessum merka áfanga í aðeins 85 leikjum, hafa náð betri árangri en Benitez síðan árið 1959.
Til dæmis náði Bob Paisley sínum 50. sigri í 95. leik og það tók Gerard Houllier og Roy Evans 102 leiki að ná sínum 50 sigrum. Takist Liverpool því að sigra Fulham á laugardaginn er það enn og aftur vitnisburður um það hversu góðan árangur Rafael Benitez hefur náð með liðið þrátt fyrir brösótt gengi í deildinni það sem af er tímabili.
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!