| Sf. Gutt

Óhugsandi

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, leggur mikla áherslu á það að Liverpool nái sem bestum leik gegn Maccabi Haifa á Anfield Road í kvöld. Síðustu tvær leiktíðir hefur Liverpool tapað heimaleik í síðustu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fyrst gegn Graz og svo fyrir CSKA Sofia. Það kom ekki að sök því útileikirnir, sem voru spilaðir á undan í báðum tilvikum, unnust með nógu miklum mun. Steven vill að ekkert verði slegið af í kvöld og Liverpool nái að gera út um rimmuma fyrir seinni leik liðanna sem ekki er enn vitað hvar verður leikinn.

,,Tveir síðustu vináttuleikirnir voru ekki góðir. Hvorki með tilliti til þess hvernig liðið lék eða tilúrslita. En það skiptir engu máli núna. Núna er komið að því sem máli skiptir og við viljum núna sýna öllum hverju við getum áorkað. Við lögðum allir hart að okkur í Úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð til að tryggja, að lágmarki, að við næðum þetta langt. En við gerum okkur grein fyrir því að núna skiptir þessi leikur mestu máli. Við verðum að vera vissir um að ná toppleik því það er óhugsandi að ná ekki að komast áfram núna.

Við höfum tapað tvívegis á tveimur árum á þessu stigi keppninnar. Þó svo að kringumstæður hafi verið allt aðrar þá en nú þá verðum við að sjá svo um að við náum góðum leik í kvöld. Ég held að það komi þeim svolítið til góða að spila útileikinn fyrst en markmið okkar er að reyna að gera út um rimmuna í kvöld."

Sumir hafa talið að leikirnir við Maccabi Haifa séu þeir verðmæturstu á komandi leiktíð. Sagt hefur verið að á tólf milljónir sterlingspunda komi í hlut þess liðs sem hefur betur og kemst inn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það er því til mikils að vinna gegn ísraelska liðinu.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan