| Grétar Magnússon

Við getum ennþá náð öðru sæti

Rafael Benitez neitar að missa trúna á því að Liverpool geti náð öðru sæti deildarinnar, eftir sigurinn gegn West Brom, og segir að kapphlaupið um annað sætið sé ennþá í gangi.

,,Í fyrri hálfleik spiluðum við mjög vel og stjórnuðum leiknum allan tímann," sagði Benitez.

,,Í seinni hálfleik vorum settir undir smá pressu en við stóðum okkur vel og þetta eru góð úrslit fyrir okkur.  Það virkaði vel fyrir okkur að nota hraða Cisse á hægri vængnum og með sendingagetu Xabi Alonso var þetta fullkomið."

,,Við verðum að halda okkar striki til loka leiktíðarinnar og halda áfram að vinna leikina okkar. Það er ekki hægt að segja að það sé ómögulegt að ná öðru sætinu því maður veit aldrei hvað getur gerst. Við erum vissir um að halda þriðja sætinu en kannski getum við náð því öðru."

Benitez hrósaði einnig Robbie Fowler eftir að mark hans á sjöundu mínútu leiksins færði hann marki ofar en sjálfur Kenny Dalglish á listanum yfir markahæstu menn Liverpool.

,,Ég vil óska Robbie til hamingju.  Ég vonast til þess að sjá fleiri mörk frá Robbie á þessu tímabili og kannski í framtíðinni."

,,Við höfum ekki tekið ákvörðun um framtíðina ennþá.  Það liggur ekkert á.  Við tökum ákvörðun á næstu vikum.  Ákvörðunin verður ekki byggð á því hvort hann skorar eitt eða tvö mörk í viðbót. Hún verður byggð á því hvort okkur finnst hann geta gefið liðinu eitthvað í framtíðinni."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan