Neil kominn heim
Neil Mellor er kominn heim til Liverpool eftir að hafa átt við meiðsli að stríða hjá Wigan Athletic. Hann fór þangað sem lánsmaður í janúar og byrjaði frábærlega með því að skora í sínum fyrsta leik þegar Wigan vann Middlesborough 3:2 á Árbakkavelli. Hann lék svo nokkra leiki áður en meiðsli í hné fóru að láta á sér kræla. Neil hefur ekkert spilað síðustu vikurnar og er nú kominn heim til Liverpool til meðferðar hjá læknaliði Evrópumeistaranna.
Lánsdvölin hjá Wigan gæti því orðið heldur endaslepp. Neil vonar þó það besta og stefnir á að ná síðustu vikum leiktíðarinnar hjá Wigan. Það á ekki af Neil að ganga því hann fór í aðgerð á báðum hnjám í janúar á síðasta ári og kom ekki til leiks aftur fyrr en seint á árinu.
-
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins! -
| Sf. Gutt
Ben Doak seldur -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst -
| Sf. Gutt
Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu -
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi -
| Sf. Gutt
Setjum undir okkur hausinn!